Rafíþróttasamband Íslands, RÍSÍ, var stofnað árið 2018 og er samband rafíþróttafélaga á Íslandi.
RÍSÍ er aðili að Rafíþróttasambandi Norðurlandanna (NEF), Rafíþróttasambandi Evrópu (EEF) og Alþjóðarafíþróttasambandinu (IESF).
RÍSÍ vinnur að hagsmunum aðildarfélaga sinna og stuðlar að eflingu og skipulagningu rafíþróttastarfs á Íslandi.
Sambandið heldur mót og ýmsa viðburði í öllum helstu greinum rafíþrótta hér á landi.
Við leggjum áherslu á að stuðla að heilbrigðri og ábyrgri þróun á öllum sviðum rafíþrótta.