Þjálfaranámskeið RÍSÍ er grunnnámskeið fyrir Rafíþróttaþjálfara. Farið er yfir helstu atriði við rafíþróttaþjálfun. Farið er yfir samskipti við börn og foreldra, lögð er áhersla á hópavinnu, samskipti og andlegt þol. átttakendur læra að þróa leikstíl, greina leiki og nýta nýjustu tækni og hugbúnaðarlausnir við þjálfun.

Framleiðslunámskeið RÍSÍ er námskeið fyrir tæknifólk sem hefur áhuga að koma að útsendingum í stúdíói RÍSÍ. Nemendur fá kennslu í uppsetningu á stúdíói og skilning á mismunandi hlutverkum útsendingarteymisins.
Nemendur læra undirstöðuatriði í ljósmyndun og lýsingu, auk þess að vinna með margra mynda klippingu og grafík.
Hljóðblöndun og tæknibúnaður eru einnig mikilvægir þættir sem kenndir eru í námskeiðinu.
Eitt af áhugaverðum viðfangsefnum sem fjallað er um í námskeiðinu er hvað aðgreinir útsendingar í rafíþróttum frá hefðbundnum íþróttum.
Lýsendanámskeið RÍSÍ er undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þá þekkingu sem þarf til að lýsa rafíþróttum í beinni útsendingu.
Farið er yfir helstu atriði við það að leiða útsendingu, skipulag og forvinnu ásamt ýmsu öðru.